Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar um helgina

sumarhatid 11 webSumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður haldin á Egilsstöðum um helgina. Hátíðin er stærsta einstaka verkefni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á hverju ári.

Keppnin byrjar á föstudagskvöld á keppni í borðtennis og Eskjumótinu í sundi. Á laugardegi lýkur keppni í sundi en þá hefst keppi á Nettómótinu í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.

Frjálsíþróttakeppnin er aðalkeppni mótsins en búist er við um 200 keppendum. Keppnin er héraðsmót Austfirðinga en hana hafa gjarnan sótt nágrannar úr norðri og suðri.

Á sunnudag heldur frjálsíþróttakeppnin áfram en eftir hádegið verður keppt í boccia og strandblaki. Þá munu félagar úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) sýna bogfimi og úthlutað verður styrkjum úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa.

Nánari dagskrá og upplýsingar um hátíðina má finna á www.uia.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar