Knattspyrna: Höttur burstaði Fjarðabyggð: Myndir

hottur kff kvk 10072013 0001 webKatie Goetzmann skoraði þrennu þegar Höttur burstaði Fjarðabyggð 8-1 í fyrstu deild kvenna á Vilhjálmsvelli í kvöld. Tveir leikmenn Fjarðabyggðar þurftu á sjúkrahús eftir harkalegt samstuð.

Eflaust koma lokatölurnar einhverjum spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að Fjarðabyggðarliðið hefur verið í sókn að undanförnu og unnið síðustu tvo leiki. Í kvöld mættu þær aldrei til leiks.

Katie Goetzman kom Hetti yfir strax á níundu mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Heiðdís Sigurjónsdóttir við öðru marki. Magdalena Reimus bætti við þriðja marki Hattar á nítjándu mínútu.

Fjarðabyggð varð fyrir miklu áfalli á 29. mínútu þegar fyrirliðinn Ástrós Eiðsdóttir og Sigrún Hilmarsdóttir skölluðu saman af miklu afli. Strax var ljóst að meiðsli þeirra voru alvarleg en þær voru strax fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar.

Ástrós var með stóran skurð á enninu sem sauma þurfti níu spor í en Sigrún með risastóra kúlu og illa vönkuð.

Fjögur mörk bættust í hópinn rétt fyrir og eftir hálfleik. Fanney Kristinsdóttir skoraði fjórða mark Hattar á 43. mínútu en Jena Mathe Emanuele minnkaði muninn fyrir Fjarðabyggð í uppbótartíma. Katie Goetzmann skoraði síðan tvö mörk strax eftir leikhlé og kom Hetti í 6-1.

Höttur var meira með boltann en gekk illa að skapa sér hrein marktækifæri. Vörn Fjarðabyggðar var vöknuð til meðvitundar og skildi sóknarmenn Hattar oftar en ekki eftir rangstæða. Fátt markvert gerðist í leiknum fyrr en tíu mínútur voru til leiksloka.

Ragnhildur Ósk Sævarsdóttir, markvörður Fjarðabyggðar, fékk þá að líta rauða spjaldið fyrir að fella Sigríði Baxter sem komin var í upplagt marktækifæri. Elma Sveinbjörnsdóttir kom inn á og fór í markið í hennar stað síðustu mínúturnar. Henni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að Fanney Kristinsdóttir og Kristín Inga Vigfúsdóttir bættu við sínu markinu hvort undir lokin.

hottur kff kvk 10072013 0003 webhottur kff kvk 10072013 0008 webhottur kff kvk 10072013 0012 webhottur kff kvk 10072013 0013 webhottur kff kvk 10072013 0015 webhottur kff kvk 10072013 0017 webhottur kff kvk 10072013 0018 webhottur kff kvk 10072013 0022 webhottur kff kvk 10072013 0033 webhottur kff kvk 10072013 0034 webhottur kff kvk 10072013 0035 webhottur kff kvk 10072013 0036 webhottur kff kvk 10072013 0039 webhottur kff kvk 10072013 0041 webhottur kff kvk 10072013 0051 webhottur kff kvk 10072013 0052 webhottur kff kvk 10072013 0062 webhottur kff kvk 10072013 0063 webhottur kff kvk 10072013 0065 webhottur kff kvk 10072013 0072 webhottur kff kvk 10072013 0076 webhottur kff kvk 10072013 0078 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.