Knattspyrna: Huginn unnið ellefu leiki í röð

fotbolti leiknir huginn webHuginn Seyðisfirði er í efsta sæti þriðju deildar karla þegar mótið er hálfanað. Liðið tapaði fyrsta leiknum en síðan hefur það unnið ellefu leiki í röð.

Um helgina vann Huginn Kára 2-5 á Akranesi. Stefan Spasic og Marko Nikolic skoruðu fyrir Huginn í fyrri hálfleik en í leikhléi var staðan 2-2. Mörk Rúnars Freys Þórhallssonar, Birgis Hákonar Jóhannssonar og Friðjóns Gunnlaugssonar innsigluðu sigurinn í seinni hálfleik.

Fjarðabyggð er í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir en á leik til góða. Espen Lauridsen skoraði á sautjándu mínútu og Hákon Þór Sófusson bætti við tveimur mörkum og Jerson Dos Santos einu á síðasta hálftímanum. Fjarðabyggð var þá orðin manni fleiri.

Leiknir komst á sigurbraut á ný eftir fimm tapleiki í röð. Liðið vann Augnablik á búðagrund 5-0 þar sem Almar Daði Jónsson skoraði þrennu og Ingólfur Sveinsson eitt mark en það fimmta var sjálfsmark.

Einherji er einnig á toppnum í C riðli fjórðu deildar karla eftir 4-1 sigri á Létti á Vopnafirði á laugardag. Sigurður Donys Sigurðsson skoraði þrennu og Bjartur Aðalbjörnsson eitt mark.

Höttur er enn í bullandi fallhættu eftir 1-1 jafntefli gegn Ægi í Þorlákshöfn. Jónas Ástþór Hafsteinsson jafnaði eftir klukkutíma leik. Anton Ástvaldsson, sem kom frá Gróttu í vikunni, fékk sitt annað gula spjald í leiknum og þar með það rauða í uppbótartíma.

Kvennaliðinu gengur öllu betur en það er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni fyrstu deildar. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni á Egilsstöðum um helgina. Fanney Kristinsdóttir jafnaði fyrir Hött á 65. mínútu. Fjönir vann hins vegar Fjarðabyggð á sunnudag 0-3.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.