Arnar Freyr efstur Austfirðinga á Íslandsmeistaramótinu í golfi
Arnar Freyr Jónsson, Golfklúbbi Norðfjarðar, varð efstur austfirskra kylfinga á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík um helgina.Arnar Freyr lék hringina fjóra á samtals 308 höggum, 34 höggum meira en efsti maður. Arnar Freyr lék sérlega vel á fyrsta degi þegar hann fór hringinn á pari, 71 höggi.
Arnar var skráður inn í mótið með 3,6 í forgjöf en forgjöfin var lækkuð eftir árangur fyrsta dagsins og var efir hann jöfn öðrum í þriðja sæti.
Þar sem Arnar kom fyrstur inn í hús að loknum þeim hring raðaðist hann efstur þessa kylfinga sem þýddi að hann var í síðasta ráshópi á föstudegi ásamt Haraldi Franklín Magnús og Rúnari Arnórssyni sem voru þá í efstu tveimur sætunum.
Arnar Freyr lék þann hring á 78 höggum sem dugði honum til að komast í gegnum niðurskurðinn. Þriðja hringinn lék hann aftur vel á 73 höggum en fataðist heldur flugið á síðasta hringnum í dag og lék á 78 höggum.