Arnar Freyr efstur Austfirðinga á Íslandsmeistaramótinu í golfi

golf staticArnar Freyr Jónsson, Golfklúbbi Norðfjarðar, varð efstur austfirskra kylfinga á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík um helgina.

Arnar Freyr lék hringina fjóra á samtals 308 höggum, 34 höggum meira en efsti maður. Arnar Freyr lék sérlega vel á fyrsta degi þegar hann fór hringinn á pari, 71 höggi.

Arnar var skráður inn í mótið með 3,6 í forgjöf en forgjöfin var lækkuð eftir árangur fyrsta dagsins og var efir hann jöfn öðrum í þriðja sæti.

Þar sem Arnar kom fyrstur inn í hús að loknum þeim hring raðaðist hann efstur þessa kylfinga sem þýddi að hann var í síðasta ráshópi á föstudegi ásamt Haraldi Franklín Magnús og Rúnari Arnórssyni sem voru þá í efstu tveimur sætunum.

Arnar Freyr lék þann hring á 78 höggum sem dugði honum til að komast í gegnum niðurskurðinn. Þriðja hringinn lék hann aftur vel á 73 höggum en fataðist heldur flugið á síðasta hringnum í dag og lék á 78 höggum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.