Hverfamót Þróttar í fótbolta í tilefni 90 ára afmælis Þróttar: Myndir
Það þykir jafn eðlilegt að spilaður sé fótbolti í Neskaupstað eins og að sólin komi upp. Á Neistaflugi var engin undantekning á því en þá fór fram í fyrsta skiptið fótboltamót á milli hverfa.Skipulagning mótsins var í höndum knattspyrnudeildar Þróttar sem var einmitt 90 ára núna í sumar. Tilgangur mótsins er skemmtun og léttleiki. Það skemmtilega við þetta mót var að hverfin urðu að vera skipuð leikmönnum af báðum kynjum, aldurstakmarkið var 25 ára og enginn leikmaður mátti hafa verið á leikskýrslu í Íslandsmótinu í sumar.
Þarna sáust gamlar hetjur snúa aftur á völlinn og sýna flotta takta og var greinilegt að ekkert hafði gleymst nema þá kannski hraðinn og dómarinn átti það til að breyta gangi leiksins með þvi að taka þátt í spilinu.
Er það mál manna bæði þeirra sem á horfðu og tóku þátt í mótinu að þetta verður að vera árviss viðburður á Neistaflugi.
Úrslit einstakra leikja verða ekki rakin hér en loka staða mótsins var þessi.
1. Græna-hverfið
2. Rauða-hverfið
3. Gula-hverfið
4. Bláa-hverfið