Tröllin mæta á fimmtudag

austfjardatrollin 2009Aflraunakeppnin Austfjarðatöllið hefst á fimmtudag. Að venju fara keppendurnir víða um Austurland og þreyta þar ýmsar þrautir.

Keppnin hefst klukkan þrjú á fimmtudag við safnahúsið á hafnarsvæðinu á Höfn en um kvöldmat verða tröllin mætt á Breiðdalsvík við Hótel Bláfell.

Ferðalögin verða löng því á föstudag verður keppt við Kaupvang á Vopnafirði klukkan 13:00 og síðan við Toppfisk á Bakkafirði klukkan 17:00.

Keppninni lýkur á laugardag. Fyrri þraut dagsins verður við Sómastaði í Reyðarfirði klukkan 11:30 en sú síðasta við Herðubreið á Seyðisfirði klukkan 15:30.

Hafþór Júlíus Björnsson sigraði í keppninni í fyrra og setti þá met þegar hann vann allar greinarnar tíu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.