Georg vann Austfjarðartröllið í þriðja sinn
Kraftajötuninn Georg Ögmundsson sigraði í kraftakeppninni Austfjarðatröllinu sem haldin var um síðustu helgi. Sigurinn réðist í síðustu greininni.Keppendur að þessu sinni voru sjö, þar af þrír frá Svíþjóð. Keppendurnir voru Andri Björnsson, sem varð Vestfjarðavíkingur fyrr í sumar, Úlfur Orri Pétursson, Skúli Ármannsson, Orri Geirsson, David Nyström og Sebastian Davidsson, auk Georgs.
Lokaþrautin var Atlassteinninn á Seyðisfirði. Hann þurfi Georg að taka átta sinnum til að vinna með hálfu stigi sem hann og gerði en hann átti í harðri samkeppni við David og Sebastian. Georg fékk að lokum 62,5 stig, Sebastian 62, David 55,5 og Úlfur Orri 55.
Hafþór Júlíus Björnsson, Austfjarðavíkingur síðasta árs, komst ekki til að verja titilinn en hann er staddur í Kína þar sem keppnin um sterkasta mann heims fer fram.
Myndir: Hilmar Sigurbjörnsson