Fjarðabyggð meistari í þriðju deild eftir sigur á Leikni: MYNDIR

leiknir kff fotbolti 14092013 0219 webFjarðabyggð fagnaði í dag meistaratitli í þriðju deild karla í knattspyrnu eftir 1-5 sigur á Leikni á Fáskrúðsfirði í lokaumferðinni. Huginn frá Seyðisfirði fékk 45 stig líkt og Fjarðabyggð en var með lakara markahlutfall.

Fyrsta mark leiksins kom strax á annarri mínútu þegar Fannar Árnason skallaði inn hornspyrnu. Víkingur Pálmason kom síðan Fjarðabyggð í 0-2 með hörkuskoti utan teigs í stöngina eftir korters leik.

Fjarðabyggð hafði undirtökin í fyrri hálfleik en slakaði verulega á eftir annað markið. Leiknismenn beittu skyndisóknum og eftir eina slíka og mistök í vörn Fjarðabyggðar, slapp Almar Daði Jónsson í gegn og minnkaði muninn í 1-2 á 32. mínútu.

Seinni hálfleikurinn var hins vegar einstefna. Fjarðabyggð pressaði ofarlega á vellinum og leikmenn Leiknis náðu aldrei nema 1-2 sendingum sín á milli og komust því ekki út af eigin vallarhelmingi. Þá var vörnin gloppótt en í liðið í dag vantaði bæði fyrirliðann Svan Frey Árnason og hinn miðvörðinn Fannar Pétursson.

Leiknismenn virtust hreinlega sofandi í föstum leikatriðum en öll mörk Fjarðabyggðar í seinni hálfleik voru skallamörk eftir horn- eða aukaspyrnur.

Það fyrsta skoraði Hákon Þór Sófusson á 48. mínútu, þremur mínútum síðar kom Esben Lauridsen Fjarðabyggð í 1-4 og Hákon Þór bætti síðan við sínu öðru marki á 61. mínútu.

Fjarðabyggð hefði getað bætt við enn fleiri mörkum. Sigurjón Egilsson, sem kom inn á sem varamaður í sínum síðasta leik fyrir Fjarðabyggð, brenndi af tveimur upplögðum tækifærum undir lokin. Í uppbótartíma var Kristófer Pál Viðarssyni, leikmanni Leiknis, vikið af leikvelli þegar hann fékk sitt annað gula spjald.

Fjarðabyggð endaði með 45 stig, líkt og Huginn. Fjarðabyggð var hins vegar með 53 mörk í plús en Huginn 28, sem telst þó nokkuð gott eftir sumarið. Bæði liðin spila í annarri deild að ári.

Huginn vann í dag Magna 3-2 á Seyðisfjarðarvelli. Marko Nikolic og Birgir Hákon Jóhannsson tryggðu Huginn 2-0 forskot í hálfleik og Einar Óli Þorvarðarson bætti við því þriðja áður en gestirnir minnkuðu muninn.

leiknir kff fotbolti 14092013 0009 webleiknir kff fotbolti 14092013 0011 webleiknir kff fotbolti 14092013 0013 webleiknir kff fotbolti 14092013 0015 webleiknir kff fotbolti 14092013 0016 webleiknir kff fotbolti 14092013 0018 webleiknir kff fotbolti 14092013 0021 webleiknir kff fotbolti 14092013 0024 webleiknir kff fotbolti 14092013 0028 webleiknir kff fotbolti 14092013 0040 webleiknir kff fotbolti 14092013 0042 webleiknir kff fotbolti 14092013 0046 webleiknir kff fotbolti 14092013 0048 webleiknir kff fotbolti 14092013 0055 webleiknir kff fotbolti 14092013 0058 webleiknir kff fotbolti 14092013 0060 webleiknir kff fotbolti 14092013 0061 webleiknir kff fotbolti 14092013 0065 webleiknir kff fotbolti 14092013 0068 webleiknir kff fotbolti 14092013 0078 webleiknir kff fotbolti 14092013 0083 webleiknir kff fotbolti 14092013 0086 webleiknir kff fotbolti 14092013 0088 webleiknir kff fotbolti 14092013 0091 webleiknir kff fotbolti 14092013 0094 webleiknir kff fotbolti 14092013 0117 webleiknir kff fotbolti 14092013 0124 webleiknir kff fotbolti 14092013 0127 webleiknir kff fotbolti 14092013 0134 webleiknir kff fotbolti 14092013 0139 webleiknir kff fotbolti 14092013 0159 webleiknir kff fotbolti 14092013 0164 webleiknir kff fotbolti 14092013 0168 webleiknir kff fotbolti 14092013 0172 webleiknir kff fotbolti 14092013 0185 webleiknir kff fotbolti 14092013 0192 webleiknir kff fotbolti 14092013 0199 webleiknir kff fotbolti 14092013 0207 web

meistarar leiknir kff fotbolti 14092013 0230 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar