Varaliðið plastaði bíl þjálfarans: Myndir

bill leiknir kff fotbolti 14092013 0246 webLeikmenn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í þriðju deild karla í knattspyrnu ákaft á laugardag. Hlut hópsins tók sig til og hrekkti þjálfarann með þvi að pakka bíl hans inn í plast á meðan síðasta leiknum stóð.

Brynjar Gestsson, þjálfari, var nýgenginn framhjá upp á völl til upphafs seinni hálfleiks Leiknis og Fjarðabyggðar þegar hópur þeirra leikmanna, sem ekki höfðu komist í leikmannahóp dagsins, birtist á bílastæðinu við Búðagrund vopnaður plastrúllu og hóf að vefja utan um bílinn.

„Þeir geta gert þetta en ekki sent bolta!“ var meðal þess sem hraut af vörum þjálfarans þegar hann skar plastið utan af bílnum. Hann virtist annars taka uppátækinu vel.

Fyrirliðinn Tommy Nielsen, sem hjálpaði þjálfaranum við að taka utan af bílnum, var valinn leikmaður ársins í meistaraflokki karla í lokahófi KFF sem haldið var á laugardagskvöld. Hákon Þór Sófusson, sem skoraði tvö mörk gegn Leikni, var valinn efnilegastur og Sveinn Fannar Sæmundsson fékk verðlaun fyrir mestu framfarirnar.

Hjá kvennaliðinu var Ástrós Eiðsdóttir valin best, Andrea Magnúsdóttir efnilegust og Elín Huld Sigurðardóttir fékk verðlaun fyrir framfarir.

bill leiknir kff fotbolti 14092013 0036 webbill leiknir kff fotbolti 14092013 0037 webbill leiknir kff fotbolti 14092013 0250 webbill leiknir kff fotbolti 14092013 0251 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar