Höttur vann Greifamótið: Gefur okkur ekkert nema bikar

karfa hottur breidablik 28022013 0056 webHöttur fór með sigur af hólmi í Greifamótinu í körfuknattleik sem haldið var á vegum Þórs á Akureyri um síðustu helgi. Þjálfari liðsins segir jákvætt að vinna mótið en það segi fátt fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir rúma viku.

„Það er alltaf gott að vinna mót. Höttur hefur aldrei unnið þetta mót áður, en þetta gefur okkur ekkert nema bikar og bros í 1-2 daga, svo er bara að halda áfram,“ segir þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson.

Í mótinu tóku þátt fyrstu deildar lið Hattar, Þórs og FSu auk úrvalsdeildarliðs KFÍ. Höttur vann fyrsta leikinn gegn heimamönnum 75-72, síðan KFÍ 92-77 og síðan FSu í úrslitaleik 58-55.

Viðar Örn segist heilt yfir ánægður með spilamennsku liðsins í mótinu. „Fyrsti leikurinn var dapur af okkar hálfu og spiluðum við einungis vel síðustu 8 mínúturnar. Svo í næstu leikjum var stígandi í okkar leik og við erum þokkalega sáttir hvernig við náðum að nýta þessa helgi.“

Aðalatriðið er samt deildarkeppnin en Höttur hefur leik föstudagskvöldið 11. október gegn Breiðabliki á útivelli

„Núna höfum við 10 daga í fyrsta leik í deild. Við þurfum að nýta þann tíma vel og halda áfram að bæta okkar leik í þeim tveim æfingaleikjum sem eftir eru.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.