Blak: Góður árangri á haustmóti yngri flokka

throttur krakkablak haust13Lið Þróttar náðu góðum árangri á haustmóti Blaksambands Íslands sem haldið var nýverið í Mosfellsbæ. Öll lið félagsins komust á verðlaunapall.

Þróttur sendi til leiks þrjú lið í þriðja flokki, fjögur í fimmta flokki og tvö í sjötta lokki en alls mættu 36 lið víðsvegar af landinu til leiks. Innan hvers flokks er liðunum síðan skipt upp í nokkur stig.

Þróttur eignaðist haustmótsmeistara þriðja og fjórða stigi í fimmta flokki auk þess að eiga einnig lið í öðru sæti á fjórða stigi og þriðja sæti á þriðja stigi.

Í þriðja flokki karla átti Þróttur lið í þriðja sæti. Í sama sæti lenti liðið í A flokki kvenna en í B flokki varð liðið í öðru sæti. Í sjötta flokki urðu lið Þróttar í öðru og þriðja sæti.

Íslandsmót þessara flokka verður síðan haldið í Neskaupstað í lok mars.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.