Blak: Góður árangri á haustmóti yngri flokka
Lið Þróttar náðu góðum árangri á haustmóti Blaksambands Íslands sem haldið var nýverið í Mosfellsbæ. Öll lið félagsins komust á verðlaunapall.Þróttur sendi til leiks þrjú lið í þriðja flokki, fjögur í fimmta flokki og tvö í sjötta lokki en alls mættu 36 lið víðsvegar af landinu til leiks. Innan hvers flokks er liðunum síðan skipt upp í nokkur stig.
Þróttur eignaðist haustmótsmeistara þriðja og fjórða stigi í fimmta flokki auk þess að eiga einnig lið í öðru sæti á fjórða stigi og þriðja sæti á þriðja stigi.
Í þriðja flokki karla átti Þróttur lið í þriðja sæti. Í sama sæti lenti liðið í A flokki kvenna en í B flokki varð liðið í öðru sæti. Í sjötta flokki urðu lið Þróttar í öðru og þriðja sæti.
Íslandsmót þessara flokka verður síðan haldið í Neskaupstað í lok mars.