Hreyfivika: Leikskólinn fór út á völl - Myndir
Nemendur í skólum Fljótsdalshéraðs riðu á vaðið í Hreyfiviku í morgun. Nemendur í þremur elstu árgöngum leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum byrjuðu morguninn á léttri hreyfingu á Vilhjálmsvelli.Eins og góðu íþróttafólki sæmir var byrjað á upphitun en síðan farið út á völl í leiki og í sandgryfjurnar í langstökk.
Hreyfivikan á Fljótsdalshéraðs, sem haldin er í samvinnu íþróttafélagsins Hattar og sveitarfélagsins er hluti af evrópska Move Week verkefninu. Um 1000 mismunandi viðburðir eru haldnir víðsvegar um álfuna.
Markmið verkefnisins er að koma 100 milljónum Evrópubúa í virka hreyfingu fyrir árið 2020 en í dag. Evrópusambandið leggur eina milljón evra til verkefnisins í ár en hreyfingarleysi er að verða eitt helsta vandamálið í vestrænum ríkjum.
„Hreyfingarleysi á meðal Evrópubúa er stærri ógn við lýðheilsu heldur en reykingar. Tveir af hverjum þremur Evrópubúum ná ekki lágmarkinu um hálftíma hreyfingu á dag,“ segir í fréttatilkynningu verkefnisstjórnar.
„Hreyfingarleysi er talið valdur að tveimur milljónum (10%) dauðsfalla á Evrópu á ári.“
ISCA-samtökin annast verkefnisstjórn en Ungmennafélag Íslands fylgir verkefninu eftir hérlendis.