Blak: Norðfirðingar settu gestrisnina á ís á laugardag - Myndir

blak throttur hk okt13 kk 0007 webBlaklið Þróttar byrja veturinn vel. Kvennaliðið vann Stjörnuna í Neskaupstað og karlaliðið lagði Íslandsmeistara HK á laugardaginn en Kópavogsliðið vann fyrri leikinn á föstudag.

Þróttur og HK hófu leik í fyrstu deild karla á föstudag í leik sem HK vann 0-3. Jafnt var framan af fyrstu hrinu en um hana miðja náði HK góðu forskoti sem Þrótturum tókst ekki að vinna upp og endaði hún 17-25.

Önnur hrinan var með þeim æsilegri sem hafa sést lengi. Þróttur var yfir 24-22 en HK-ingar gáfust ekki upp og unnu 32-34. Þriðja hrinan var einnig mjög jöfn en hana vann HK 23-25. Valgeir Valgeirsson var stigahæstur Þróttar í leiknum með 15 stig en Matthías Haraldsson skoraði tólf.

Liðin mættust aftur í hádeginu á laugardegi og á meðan leiknum stóð settu heimamenn „gestrisnina á ís,“ eins og Hlöðver Hlöðversson, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Austurfrétt.

Þróttur vann fyrstu hrinuna 27-25 en HK þá seinni 14-25 og þá þriðju 20-25 eftir að Þróttur hafði verið með yfirhöndina. Ákaft studdir af áhorfendum á Norðfirði héldu Þróttarar áfram, unnu fjórðu hrinuna 25-16, oddahrinuna 15-12 og leikinn þar með 15-12. Valgeir og Matthías voru aftur stigahæstir með 17 og 14 stig.

„Að hafa áhorfendurna var eins og að hafa auka liðsmann á vellinum,“ segir Hlöðver. „Leikurinn á laugardag var æsispennandi og mikil barátta í báðum liðum. Þau sýndu oft á tíðum frábæran varnarleik sem skilaði sér í löngum skorpum.“

Kvennaliðið sigraði Stjörnuna 3-0 eða 25-14, 25-16 og 25-20 í hrinum. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var langstigahæst með 21 stig.

„Fyrst og fremst var gott að byrja tímabilið með því að fá þrjú stig,“ sagði Matthías Haraldsson, þjálfari, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

„Uppgjafirnar hjá okkur voru góðar og Stjarnan í miklum vandræðum með að taka á móti þeim sem gerði okkur auðveldara fyrir í vörn. Ungu leikmennirnir stóðu sig frábærlega og allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu komu við sögu í leiknum sem er frábært.

Jóna Guðlaug vinnur marga bolta í sókninni en fleiri leikmenn þurfa að skila stigum. Einn leikmann vantaði í hópinn í leiknum en það er Erla Rán Eiríksdóttir sem styrkir liðið mikið sóknarlega.“

blak throttur hk okt13 kk 0002 webblak throttur hk okt13 kk 0013 webblak throttur hk okt13 kk 0014 webblak throttur hk okt13 kk 0016 webblak throttur hk okt13 kk 0017 webblak throttur hk okt13 kk 0019 webblak throttur hk okt13 kk 0025 webblak throttur hk okt13 kk 0034 webblak throttur hk okt13 kk 0041 webblak throttur hk okt13 kk 0047 webblak throttur hk okt13 kk 0048 webblak throttur hk okt13 kk 0056 webblak throttur hk okt13 kk 0063 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar