Hreyfivika: Líf og fjör í boccia – Myndir

move week dagur2 0050 webFélagar í Örvari, íþróttafélagi fatlaðra á Fljótsdalshéraði, hittast tvisvar í viku í íþróttahúsinu í Fellabæ til að æfa boccia. Æfingin í gær var öllum opin í tilefni Hreyfivikunnar.

Um tíu manna hópur er virkur í boccia hjá félaginu en sjaldnast en ekki mæta allir á allar æfingarnar. Í tilefni vikunnar klæddu menn sig upp í rauðgola boli merkta vikunni.

Sóley Guðmundsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir stjórnuðu æfingunni af röggsemi, dæmdu og tíndu upp flesta boltana að loknum hverjum leik.

Á Seyðisfirði býður íþróttafélagið Viljinn upp á opna boccia æfingu á milli klukkan 12 og 13 á laugardag.

move week dagur2 0052 webmove week dagur2 0059 webmove week dagur2 0064 webmove week dagur2 0069 webmove week dagur2 0075 webmove week dagur2 0080 webmove week dagur2 0082 webmove week dagur2 0083 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.