Von á nýjum þjálfara kvennaliðs Fjarðabyggðar á næstu dögum

hottur kff kvk 10072013 0063 webVonir standa til að hægt verði að ganga frá ráðningu nýs þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar á næstu dögum.

„Það er fundur á miðvikudag og þá verður farið yfir umsóknir,“ segir Stefán Már Guðmundsson, stjórnarmaður hjá KFF en umsóknarfrestur rann út í gær.

Samningur við Ólaf Hlyn Guðmarsson, sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár rann út að loknu sumrinu og segir Stefán að ekki hafi verið áhugi fyrir því að framlengja samninginn. „Ólafur hefur unnið gott starf fyrir KFF og er metnaðarfullur þjálfari.“

Umhverfið var annað þegar hann kom til starfa og samstarf þá um meistaraflokkinn við Leikni á Fáskrúðsfirði. Upp úr því samstarfi slitnaði fyrir um ári og hefur síðan verið unnið að skipulagsbreytingum innan KFF sem miða að því að jafna stöðu karla- og kvennaliða félagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar