Ólafur Bragi kosinn akstursíþróttamaður ársins

oli bragi heimsmeistari webEgilsstaðabúinn Ólafur Bragi Jónsson, heimsmeistari í torfæruakstri, var valinn akstursíþróttamaður ársins 2013 á lokahófi Akstursíþróttasambands Íslands sem haldið var í Hafnarfirði á laugardag.
Ólafur Bragi keppir í flokki sérútbúinna bifreiða í torfæruakstri. Hápunktur ársins hjá honum var sigur á heimsmeistaramótinu í torfæruakstri í Skien í Noregi í haust. Hann varð annar í Íslandsmótinu en keppti ekki í öllum umferðunum.

Ólafur Bragi hóf keppni á „Refnum" árið 2006 og varð í sjötta sæti það sumar. Árið eftir varð hann í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu en hampaði meistaratitlinum árið 2008.

Hann endurheimti Íslandsmeistaratitilinn árið 2011 og aftur 2012. Þess á milli varð hann Íslandsmeistari í flokki útbúinna jeppa í sandspyrnu árin 2010 og 2011.

Sex ökumenn voru tilnefndir til verðlaunanna í ár.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.