Afturelding Íslandsmeistari í blaki

img_4338.jpgAfturelding tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið vann Þrótt í Neskaupstað 1-3. Síðasta hrinan fór 22-25 þrátt fyrir hetjulega baráttu Þróttar sem vann upp sjö stiga forskot og jafnaði í lokin. Síðustu þrjú stigin og fögnuðurinn voru þó gestanna.

 

Rafmögnuð stemning var í íþróttahúsinu í Neskaupstað við upphaf leiksins í dag. Íþróttahúsið var yfirfullt af áhorfendum og augljóst var að styðja átti Þrótt til sigurs.

Fyrsta hrinan var æsispennandi í upphafi og ljóst var að hún gat fallið með báðum liðum. Í stöðunni 18-14 tókst Þrótti að síga fram úr og vinna fyrstu hrinu 25-15. Eftir góða byrjun heimastúlkna tók Afturelding sig greinilega saman í andlitinu og unnu þær næstu hrinu 15-25. Annað var að segja um þriðju hrinu. Þar voru bæði lið á fullu skriði og hún gat fallið með báðum liðum. Aftureldingu tókst þó að landa henni 25-27 að lokum. Staðan var þá orðin 1-2 í hrinum talið, Aftureldingu í vil. Það leit út fyrir að allur þróttur hefði yfirgefið Þrótt í byrjun fjórðu hrinu. Í stöðunni 10-17 fyrir Aftureldingu tóku heimastúlkur sig á og náðu að minnka muninn í 17-20. Aftureldingu tókst þó að knýja fram sigur 22-25 og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

img_4151.jpgimg_4153.jpgimg_4192.jpgimg_4199.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.