Ásmundur Hálfdán sigraði opinn flokk á Tímamóti

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður frá Reyðarfirði, fór með sigur af hólmi í opnum flokki á Tímamóti Glímusambands Íslands sem haldið var um síðustu helgi. Tveir aðrir austfirskir keppendur unnu til fyrstu verðlauna á mótinu.

Tímamótið er frábrugðið öðrum glímumótum á þann hátt að keppendur fá stig í samræmi við hversu fljótir þeir eru að leggja andstæðing sinn. Sigurvegarinn hlýtur 10 stig fyrir að leggja andstæðinginn á fyrstu 12 sekúndunum, svo 9 stig fyrir næstu 12 sekúndurnar og svo framvegis.

Í öðrum mótum er aðeins farið eftir hvort andstæðingurinn fer í gólfið eða ekki, fær þá sigurvegarinn eitt sem síðan skiptist milli beggja ef jafnglími verður.

Alls komu sjö keppendur frá Austurlandi sem keppa undir merkjum UÍA en þeir æfa hjá Val á Reyðarfirði.

Sem fyrr segir vann Ásmundur Hálfdán opna flokkinn en þar varð Snjólfur Björgvinsson í þriðja sæti. Ásmundur vann einnig +84 kg flokk karla. Ægir Halldórsson vann -84 kg flokkinn.

Hákon Gunnarsson varð hlutskarpastur í unglingaflokki og Þórður Páll Ólafsson annar. Ægir varð þar þriðji og Snjólfur fjórði.

Systurnar Fanney Ösp og Kristín Embla tóku þátt í kvenna flokki. Kristín varð í þriðja sæti í opnum flokki og +70 kg flokki en Fanney Ösp önnur í unglingaflokki.

Verðlaunahafar í unglingaflokki, frá vinstri: Þórður Páll, Hákon og Ægir. Mynd: Glímusamband Íslands


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.