Átta blakmenn úr Þrótti á leið í landsliðsverkefni á Ítalíu
Átta ungir blakmenn frá Þrótti Neskaupstað eru í þremur ungmennalandsliðum Íslands sem héldu í gær til Ítalíu í æfinga- og keppnisferð um páskana. Alls fara 65 manns út á vegum Blaksambandsins.
Liðin eru A-landslið kvenna, U-18 og U-16 ára landslið kvenna og U-17 landslið drengja. Ferðin er skipulögð af landsliðsþjálfaranum Daniele Capriotte á heimaslóðum hans í Porto San Giorgio. Þróttarar eru í ungmennalandsliðunum.
Liðin byrja á æfingum og æfingaleikjum við ítölsk lið.
U-18 og U-16 ára landslið kvenna spila í Easter Volley mótinu í Ancona en í því eru um 100 lið í ýmsum aldursflokkum.
Drengjalandsliðið spilar í Eurocamp í Cesenatico. Um 150 lið eru í mótinu af báðum kynjum og ýmsum aldursflokkum. Mótin standa bæði frá fimmtudegi til laugardags.
Landsliðin koma heim að kvöldi páskadags.
Eftirtaldir Þróttarar fara í ferðina
Gígja Guðnadóttur, U-18
María Rún Karlsdóttir, U-18
Særún Birta Eiríksdóttir, U-18
Amelíua Rún Jónsdóttir, U-16
Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, U-16
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, U-16
Atli Fannar Pétursson, U-17
Þórarinn Örn Jónsson, U-17