Austfirðingar í ungmennalandsliðsverkefnum

Íþróttafélagið Höttur á alls þrjá fulltrúa í úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands og U-16 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Þróttur á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliðunum í blaki.

Úrvalshópur FRÍ er valinn eftir utanhússtímabilið og byggir á afrekum einstaklinganna í sumar.

Í honum eru þær Birna Jóna Sverrisdóttir og Björg Gunnlaugsdóttir. Birna Jóna, sem fædd er árið 2007, kastaði sleggju í sumar 41,98 metra. Björg, sem er ári eldri, hljóp 100 metra hlaup á 12,87 sekúndum og 200 metra á 27,25 sekúndum.

Björg slær ekki slöku við en hún er einnig valin í U-16 ára landslið kvenna í knattspyrnu. Með henni þar er Íris Ósk Ívarsdóttir. Hópurinn æfir í byrjun næstu viku.

Jakob Kristjánsson og Randíður Anna Vigfúsdóttir eru í U-17 ára landsliðunum í blaki sem tekur þátt í Norðurlandamóti í Danmörku í næstu viku.

Björg Gunnlaugsdóttir. Mynd: FRÍ


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar