Austfirsk ungmenni í landsliðsverkefnum

Þrír ungir austfirskir íþróttamenn hafa síðustu daga verið í landsliðsverkefnum eða verið valdir í verkefni síðar í haust.

Jón Breki Guðmundsson hefur undanfarna spilað með U-17 ára landsliðið drengja í knattspyrnu á Telki Cup, æfingamóti sem haldið er í Ungverjalandi. Jón Breki var í byrjunarliðinu í 1-0 sigri á Ungverjum og kom inn á sem varamaður í 3-4 tapi gegn Ítalíu og 1-0 sigri á Suður-Kóreu.

Jón Breki er fæddur árið 2008, alinn upp í Neskaupstað og spilaði sína fyrstu deildarleiki með KFA í sumar. Þeir urðu 13 talsins. Hann skipti fyrir viku yfir í úrvalsdeildarlið ÍA.

Þá hafa tveir Héraðsbúar verið valdir til þátttöku á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Bakú í Aserbaídsjan um miðjan október. Báðir eru í blönduðu liði unglinga.

Annars vegar er um að ræða Bjart Blæ Hjaltason, sem hefur búið eystra en keppt fyrir Stjörnuna í Garðabæ og Ásgeir Mána Ragnarsson, sem er skráður í Hött.

Mynd: Fimleikasamband Íslands/Ingvar
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar