Bæði lið Þróttar í bikarúrslitum í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn í sögu blakdeildar Þróttar leika bæði karla- og kvennalið félagsins til úrslita í bikarkeppninni. Liðin unnu lið Stjörnunnar í undanúrslitum í gær.


Kvennaliðin mættust fyrst og Þróttur vann 3-0, 23-25, 23-25 og 16-25. Fyrstu tvær hrinurnar voru jafnar. Stjarnan var yfir framan af þeirri fyrstu og Þróttur aðeins yfir í blálokin á annarri hrinu.

Stjarnan var þar yfir 23-19 yfir en sjö stig Þróttar í röð skiluðu sigrinum. Þriðja hrinan var síðan mest öll í höndum Þróttar.

Þróttur mætir Aftureldingu í úrslitum í leik sem hefst klukkan 13:30. Mosfellsbæjarliðið vann KA í undanúrslitum 3-0.

Úrslitin í karlaleiknum voru 3-1 eða 25-20, 13-25, 25-20 og 25-18. Stjarnan hafði yfirburði í þeirri hrinu sem liðið vann. Hinar voru jafnar en góðir kaflar Þróttar um miðbik þeirra lögðu grunninn að sigrinum.

KA verður mótherjinn í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 15:30. KA vann HK í oddahrinu í undanúrslitum.

Karlaliðið hefur aldrei orðið bikarmeistari en kvennaliðið hefur fimm sinnum landað bikarnum. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu sjónvarps.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar