Beinar vefútsendingar frá úrslitaleikjum

blak_hk_throtturn_ymir_throtturr_0177_web.jpgNorðfirðingar hyggjast bjóða upp á beina útsendingu frá úrslitaleik Þróttar og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blak kvenna i í dag en leikurinn fer fram í Neskaupstað. Tíundi flokkur Hattar leikur til undanúrslita í Íslandsmóti í dag.

 

Leikur HK og Þróttar hefst klukkan 14:00 í dag og ef allt gengur upp verður hægt að horfa á hann á þessari slóð.

Höttur mætir KR í undanúrslitum 10. flokks drengja í körfuknattleik í Laugardalshöll klukkan 15:00. Hafi Höttur betur í leiknum kemst liðið í úrslitaleikinn í hádeginu á morgun. Höttur hefur þegar tryggt sér bikarmeistaratitilinn á þessari leiktíð.

Á þann leik er hægt að horfa hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.