Bekkjarsystkini í blaklandsliðum
Fimm fyrrum bekkjarsystkini úr 2000 árgangi Nesskóla hafa undanfarna daga verið í eldlínunni með íslensku blaklandsliðunum.Þær Tinna Rut Þórarinsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir voru í kvennalandsliðinu sem spilaði í forkeppni Evrópukeppninnar við Tékka, Finna og Svartfellinga.
Liðið hefur síðustu daga spilað heimaleiki sína í keppninni. Finnar komu fyrstir í heimsókn, síðan Svartfellingar og loks Tékkar en sá leikur var í fyrrakvöld. Íslenska liðið tapaði öllum leikjunum 0-3 en átti þó fínan dag, einkum í fyrstu hrinu, gegn Svartfellingum. Liðið endaði neðst í riðlinum.
Tveir bekkjarbræður þeirra, Atli Fannar Pétursson og Þórarinn Örn Jónsson, spiluðu með íslenska karlalandsliðinu í síðasta mánuði. Öll fimm eru alin upp í Þrótti en spila nú með öðrum liðum.
Stigi fagnað gegn Tékkum, Heiða Elísabet lengst til vinstri, Valdís bláklædd og Tinna til hægri nr. 16. Mynd: Sigga Þrúða