Bikartitlar hjá skíðafólki

Lið UÍA hampaði bikarmeistaratitli í flokki 16-17 ára drengja á skíðum en vertíð skíðafólks er að ljúka. Þá varð liðið í öðru sæti í flokki 12-13 ára stúlkna.

Í einstaklingskeppni varð Andri Gunnar Axelsson í þriðja sæti en hann vann eitt mótanna í Bláfjöllum í byrjun mars. Með honum í UÍA-liðinu voru Jóhann Gísli Jónsson og Guðmundur Kristinn Þorsteinsson.

Jóhanna Lilja Jónsdóttir varð önnur og Rósey Björgvinsdóttir þriðja í flokki 12-13 ára stúlkna. Jóhanna Lilja vann fyrstu umferðirnar tvær í Bláfjöllum og Rósey mót á Ísafirði í lok mars. Tvær umferðir voru skíðaðar í Stafdal en Jóhanna Lilja missti af seinni umferðinni þar. Með þeim í UÍA-sveitinni var Sóldís Tinna Eiríksdóttir.

Skíðafólk úr Skíðafélaginu Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar keppir saman á landsvísu undir merkjum UÍA.

Þá náði Andri Gunnar Axelsson í bronsverðlaun í svigi 16-17 ára á Skíðamóti Íslands sem haldið var eftir páska. Andri Gunnar varð ellefti í heildarkeppninni, 13,05 sekúndum á eftir Íslandsmeistaranum.

Steinn Jónsson, Jóhann Gísli Jónsson og Guðmundur Kristinn Þorsteinsson kepptu einnig í sviginu og luku báðum ferðum en unnu ekki til verðlauna.

Strákarnir fjórir kepptu einnig í stórsvigi. Andri Gunnar og Steinn heltust úr lestinni í fyrri ferð en Guðmundur og Jóhann Gísli luku báðum ferðum þótt þeir ynnu ekki til verðlauna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.