Birna Jóna á leið á EM í frjálsum

Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, tekur þátt í Evrópumóti 18 ára og yngri sem haldið verður í næstu viku. Hún sótti silfurverðlaun á alþjóðlegu móti um síðustu helgi.

Birna Jóna keppti um síðustu helgi á Gautaborgarleikunum og varð önnur í sleggjukasti í 17 ára flokki. Hún kastaði þar 57,95 metra með 3 kg sleggju. Sænsk stúlka fædd 2008 átti lengsta kastið, 60,07 og vann með nokkrum yfirburðum.

Næsta verkefni Birnu Jónu er EM U-18 ára sem hefst í Banska Bystrica í Slóvakíu eftir viku. Birna Jóna keppir þar í sleggjukasti. Hún er einn þriggja keppenda sem fara frá Íslandi.

Birna Jóna býr um þessar mundir í Reykjavík þar sem hún æfir og keppir undir merkjum ÍR en hún skipti þaðan úr Hetti um síðustu áramót.

Mynd: Frjálsíþróttasamband Íslands/Hlín Guðmundsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.