Birna Jóna og Hafdís Anna með verðlaun á MÍ í frjálsíþróttum

Birna Jóna Sverrisdóttir og Hafdís Anna Svansdóttir, keppendur UÍA á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22 ára, komu báðar heim með verðlaun af mótinu. Það var haldið í Kópavogi fyrr í mánuðinum.

Birna Jóna keppti í flokki stúlkna 16-17 ára. Hún varð þar Íslandsmeistari í sleggjukasti. Hún kastaði 3 kg sleggju 51,72 metra, sem er hennar lengsta kast með þannig sleggju í keppni.

Birna Jóna varð önnur í kringlukasti með 27,72 m kasti, fjórða í kúluvarpi með 10,36 m kasti og fimmta í spjótkasti með 28,77 m kasti. Í öllum tilfellum hún bætti hún sinn besta árangur.

Hafdís Anna keppti í flokki 15 ára stúlkna og varð þar önnur í 300 metra hlaupi á 44,35 sekúndum, sem er hennar besti árangur. Hún varð önnur í 800 metra hlaupi á tímanum 2:41,63 mín en fjórða í 80 metra spretthlaupi á 11,18 sek., sem er hennar besti árangur í greininni. Hafdís varð einnig fimmta í langstökki með stökki upp á 4,41 metra.

Birna Jóna og Hafdís Anna æfa báðar hjá Hetti á Egilsstöðum.

Birna Jóna á efsta palli. Mynd: Hrefna Björnsdóttir


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.