Blak: Bæði lið í þriðja sæti

Blaklið Þróttar Neskaupstað eru bæði í þriðja sæti í efstu deildum Íslandsmótsins í blaki eftir fyrstu þrjá leikina. Gæfa þeirra var misjöfn um helgina.

Kvennaliðið tapaði sínum fyrsta leik í haust þegar það lá fyrir KA á Akureyri. Norðanliðið vann hrinurnar nokkuð sannfærandi, 25-15, 25-19 og 25-18.

Helst var það í þriðju hrinu sem Þróttur átti möguleika, var yfir 5-9 og með yfirhöndina þar til staðan var 12-13. Þá átti KA frábæran kafla og komst í 19-13. Eftir það var eftirleikurinn þægilegur. Þróttur er með sex stig úr þremur fyrstu leikjunum.

Karlaliðið fór suður til Reykjavíkur og vann Fylki 1-3, en þurfti að hafa fyrir að landa sigrinum í restina. Eftir að hafa unnið fyrstu hrinurnar 20-25 og 16-25 unnu Fylkismenn 25-20. Síðasta hrinan endaði 22-25 þannig Þróttur slapp við oddahrinu.

Liðið náði því öllum stigunum sem í boði voru. Það er með sjö stig eftir þrjá leiki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.