Blak: Bæði liðin töpuðu 1-3 gegn HK

Bæði karla og kvennalið Þróttar töpuðu í úrvalsdeildunum í blaki á heimavelli fyrir HK 1-3. Sérstaklega karlaleikurinn var jafnari en úrslitin gefa til kynna.

Þrótti gekk ágætlega framan af fyrstu hrinu. Þróttur var í vænlegri stöðu, 20-17 en HK jafnaði. Þróttur komst aftur yfir 23-22 aftur snéri HK taflinu sér í hag og vann 24-26.

Þróttur var með yfirhöndina alla aðra hrinu og vann hana 25-23. Í þriðju hrinu tók HK yfirhöndina þegar leið á og vann hana 20-25. Fjórða hrinan var afar jöfn. Þróttur var yfir 22-20 en þá fór allt í baklás og HK vann með að skora fimm stig í röð.

Þróttur er í fimmta sæti með átta stig úr sjö leikjum. HK er sæti fyrir neðan með sex stig úr sex leikjum.

Í kvennaleiknum vann Þróttur fyrstu hrinuna 25-22. Þróttur byrjaði aðra hrinu vel, komst í 6-1 en því svaraði HK strax og vann hrinuna örugglega 15-25.

Í þeirri þriðju kom Þróttur muninum niður í 18-19 en HK vann hana með að skora síðustu sex stigin. Fjórða hrinan var á valdi HK sem vann 19-24.

Þróttur er í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig úr sex leikjum.

Mynd: Blakdeil Þróttar/Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.