Blak: Frítt á stórleikina gegn HK

throttur_hk_blak_april12_0012_web.jpg
Þróttur Neskaupstað tekur á móti HK í fyrstu deildum karla og kvenna í blaki á morgun. Í fyrstu deild karla í körfuknattleik heimsækir Höttur Þór á Akureyri.

Um stórleiki er að ræða í blakinu því HK og Þróttur berjast þar á toppnum, einkum í kvennaflokki. Þar hefur Þróttur fimm stiga forskot á Kópavogsliðið á toppnum. Sá leikur hefst klukkan 14:00.

Karlaleikurinn hefst 12:30. Þar er HK í efsta sæti en Þróttur búinn að vinna sig upp í það fjórða eftir frekar óvæntan sigur á Kópavogsliðinu í byrjun árs.

Körfuknattleikslið Hattar heldur norður til Akureyrar í kvöld til að spila við Þór í leik sem hefst klukkan 20:00. Höttur tapaði fyrsta leik sínum á árinu gegn Haukum í Hafnarfirði 87-67 fyrir viku. Höttur er í fjórða sæti, tveimur stigum á undan Þór.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar