Blak: Fullt hús gegn Fylki

Þróttur Neskaupstað hirti öll stigin sem í boði voru gegn Fylki. Liðin mættust tvisvar í Árbæ um helgina í úrvalsdeild karla í blaki.

Þróttur vann báða leikina 3-0.

Í fyrri leiknum á laugardag vann Þróttur fyrstu tvær hrinurnar, 20-25 og 22-26 en þá þriðju 24-26. Fylkismenn komust yfir í fyrsta sinn í leiknum 21-20 í lokahrinunni og voru í kjörstöðu til að vinna hana í 24-21 en Þróttur skoraði síðustu fjögur stigin.

Seinni leikur liðanna á sunnudag var öllu jafnari. Þróttur vann fyrstu hrinuna 23-25 en sú önnur varð frekar æsileg þar sem Þróttur vann hana loks 30-32 eftir upphækkun. Norðfjarðarliðið var þó með yfirhöndina nær alla upphækkunina. Þriðju hrinuna vann liðið svo 20-25.

Þróttur er í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig úr 12 leikjum. Það háir harða baráttu um fjórða sætið við Aftureldingu, sem hefur tveimur stigum meira. Þróttur leikur næst tvo leiki við Vestra á Ísafirði um komandi helgi.

Mynd: Blakdeild Þróttar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar