Blak: Fyrsti leikur Þróttar og HK í kvöld

_mg_0306.jpg
Þróttur tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í blaki í íþróttahúsinu í Neskaupstað í kvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum.

Þróttur tryggði sér heimaleikjarétt með því að fara taplaust í gegnum deildarkeppnina. Þróttur vann þar báða leikina gegn HK örugglega, fyrst 1-3 í Kópavogi og síðan 3-0 heima.

HK liðið hefur annars eflst eftir því sem liðið hefur á leiktíðina og náði fram hefndum með sigri á Þrótti í úrslitum bikarkeppninnar nýverið í oddahrinu. Þróttur virtist þá með unninn leik í höndunum eftir að hafa unnið fyrstu hrinurnar tvær.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og er frítt á völlinn. Þróttarrásin sýnir leikinn beint á netinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar