Blak: Fyrstu stig kvennaliðs Þróttar

Kvennalið Þróttar náði í sín fyrstu stig í vetur þegar liðið vann Þrótt Reykjavík um helgina og spilaði oddahrinu gegn Völsungi í gærkvöldi. Karlaliðið hefur líka náð í fjögur stig úr tveimur leikjum síðustu daga.

Bæði karla- og kvennalið Þróttar léku gegn Völsungi í gærkvöldi. Karlaliðið vann öruggan sigur, 3-0.

Það var þó nokkuð lengi af stað í fyrstu hrinu, Völsungur var yfir 13-14 en Þróttur breytti stöðunni í 20-14 og vann hrinuna 25-21. Önnur hrina var á þekk, Þróttur var undir 12-14 en tók þá góða rispu, komst í 19-15 og vann 19-15. Þróttur var ekki í neinum vandræðum í þriðju hrinunni. Skoraði fyrstu fimm stigin og vann hana 25-15.

Næstum búnar að snúa oddahrinunni


Kvennaleikurinn var aftur mun jafnari og réðust úrslitin ekki fyrr en í oddahrinu. Þróttur spilaði vel í fyrstu hrinu og vann hana 25-16. Leikurinn jafnaðist í annarri hrinu. Völsungur fór betur af stað en um hana miðja átti Þróttur góðan kafla, breytti stöðunni úr 11-14 í 15-15. Þá kom vondur kafli, Völsungur skoraði fimm stig í röð, komst í 15-20 og vann hana 18-25.

Þriðja hrinan var afar jöfn, liðin skiptust átta sinnum á forustunni og upphækkun þurfti til að knýja fram úrslitin. Völsungur var yfir 20-23 en Þróttur skoraði þá fjögur stig í röð. Völsungur skoraði næstu tvö og hefði getað unnið þegar staðan var komin í 24-25 en Þróttur setti þá þrjú stig í röð og vann 27-25.

Völsungur hafði yfirburði í fjórðu hrinu og vann hana 15-25. Þróttur var kominn í erfiða stöðu í oddahrinunni, lenti snemma sex stigum undir, 3-9 og 5-11 en náði að jafna í 13-13. Húsavíkurliðið skoraði hins vegar síðustu tvö stigin.

Fyrsti sigurinn í vetur


Um helgina komu tvö lið af höfuðborgarsvæðinu austur á Norðfjörð. Kvennaliðið náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni þegar það vann Þrótt Reykjavík 3-0. Austanliðið var mun öflugra í fyrstu hrinu, skoraði fyrstu fimm stigin, náði síðan 10 stiga forustu og vann hana 25-19.

Önnur hrinan var jafnari. Undir lokin var Reykjavíkurliðið komið í vænlega stöðu, yfir 18-23. Norðfjarðarliðið jafnaði í 24-24, aftur komst sunnanliðið í 24-25 en loks skoruðu heimastelpur síðustu þrjú stigin og unnu 27-25. Þróttur Neskaupstað var síðan með forustu frá byrjun í þriðju hrinu og vann hana 25-21.

Samkvæmt tölfræðigreiningu spiluðu heimakonur fínan sóknarleik en gerðu dálítið af mistökum úr leiknum. Heiðbrá Björgvinsdóttir og Lucia Carrasco voru atkvæðamestar þeirra. Kvennaliðið er í fimmta sæti með fjögur stig úr fimm leikjum.

Unnu fyrstu tvær hrinurnar


Karlaliðið fékk hins vegar Aftureldingu í heimsókn og fór ágætlega af stað. Þróttur var yfir 15-9 í fyrstu hrinu en Afturelding snéri við taflinu og komst í 19-20. Þróttur vann þó 25-22. Önnur hrina var spennandi, Afturelding var feti framar en Þróttur vann á undir lokin, snéri stöðunni úr 22-24 í 25-24 og vann 27-25.

Afturelding var aftur með tök á þriðju hrinu, Þróttur gerði áhlaup í lokin en komst ekki nær en í 22-25. Fjórða hrinan var Mosfellsbæjarliðsins, það skoraði fyrstu fimm stigin og vann 19-25. Afturelding var síðan sterkari í oddahrinunni, komst í 2-8 snemma og vann 7-15.

Raul Garcia Asencio var langstigahæstur Þróttar í leiknum. Liðið er með átta stig úr sex leikjum og í fimmta sæti.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.