Blak: KA reyndist öflugra í Neskaupstað
Lið KA reyndust talsvert sterkari í leikjum sínum gegn Þrótti en bæði karla og kvennalið félaganna mættust í Neskaupstað á laugardag. KA vann báða leikina 0-3.KA fór mun betur af stað í karlaleiknum, var um tíma yfir 12-20 en Þróttur átti þá frábæran kafla og kom muninum niður í 23-24. KA knúði fram síðasta stigið. Akureyrarliðið hafði síðan yfirburði í annarri hrinu og vann hana 18-25.
Þriðja hrinan var jöfnust. Um miðbik hennar var Þróttur yfir, síðast 18-17. Þá fór allt í baklás og KA vann 19-25. Út úr tölfræðigreiningu leiksins má lesa að sóknarleikur KA hafi einfaldlega verið sterkari, liðið skorar 40 stig úr smössum á móti 28 hjá Þrótti.
Þrátt fyrir lokatölurnar var kvennaleikurinn sömuleiðis ágætlega jafn. Þannig var Þróttur yfir í fyrstu hrinu 19-16 en lendir þá í slæmum kafla þar sem KA skorar fimm stig í röð og klárar hana síðan 23-25.
Í annarri hrinu náði Þróttur með góðum kafla að koma muninum niður í 11-12. Þá komu sex stig KA í röð og liðið kláraði síðan hrinuna 17-25. Í þriðju hrinunni snéri Þróttur stöðunni úr 6-11 í 14-13 og var síðan yfir upp í 21-18. KA skoraði sjö síðustu stigin í leiknum.
Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða