Blak: KA ýtti Þrótti úr fjórða sætinu

KA komst í fjórða sætið í úrvalsdeild karla í blaki með 3-1 sigri á Þrótti þegar liðin mættust á Akureyri um helgina.

Ferðalagið norður virðist hafa farið illa í Norðfirðingana, því heimamenn keyrðu yfir þá í fyrstu hrinu og burstuðu hana 25-12.

Heldur bráði af Þrótturum í þeirri annarri, þótt þeir ættu á brattann að sækja framan af. Þeir voru undir 17-13 og 18-16, en snéru taflinu við í 20-23. KA reyndist hins vegar sterkara á endasprettinum og skoraði síðustu fimm stigin.

Í þriðju hrinu var KA yfir 13-10 en Þróttur svaraði með góðum spretti og komst yfir 15-18. Aftur seig KA fram úr, 21-20 en að þessi sinni voru það Þróttarar sem skoruðu síðustu fimm stigin og unnu hrinuna 21-25.

En í fjórða hrinan var álíka vond fyrir Þróttara og sú fyrsta. KA skoraði fyrstu sex stigin og vann síðan 25-12.

Með sigrinum hirti KA fjórða sætið af Þrótti, er með 16 stig úr 11 leikjum. Þróttur á hins vegar tvo leiki til góða, er með 13 stig úr 9 leikjum.

Mynd: Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.