Blak: Karlaliðið náði í stig gegn KA

Karlalið Þróttar náði í stig með að knýja fram oddahrinu þegar liðið lék gegn KA á Akureyri í úrvalsdeildinni í blaki um helgina. Kvennaliðið hélt líka norður og sótti í sig veðrið þegar á leið leik.

Þróttur vann fyrstu hrinuna gegn KA á föstudagskvöld í upphækkun, 24-26. Þróttur náði mest sjö stiga forskoti, 10-17 en KA komst yfir í 22-21 og var síðan í kjörstöðu til að klára hrinuna í 24-22 en þá komu fimm stig Þróttar í röð.

KA var yfir frá fyrsta stigi í annarri hrinu og vann hana örugglega, 25-16. Svipaða sögu er að segja af þriðju hrinu sem liðið vann 25-18.

KA var skrefinu á undan í byrjun fjórðu hrinu, síðan komst Þróttur yfir. Þar næst tók við kafli þar sem liðin skiptust á að vera yfir eða jöfn uns Þróttur seig fram úr í restina og vann 20-25.

Oddahrinan var mjög jöfn. Þróttur var yfir 9-11 en hrökk þá í baklás. KA komst í 12-11 og vann 15-13. Miguel Melero var stigahæstur Þróttara. Liðið hefur ekki enn unnið leik í deildinni en er komið með tvö stig þar sem taplið í leik sem vinnst á oddahrinu fær stig.

Kvennaliðið spiluðu á sunnudag og hafði KA töluverða yfirburði í fyrstu tveimur hrinunum sem það vann 25-19 og 25-15. Eftir það jafnaðist leikurinn.

KA hafði frumkvæðið framan af þriðju hrinu en Þróttur snéri taflinu við og náði mest sex stiga forskoti, fyrst 14-20 og síðan 17-23. Þá skoraði KA sjö stig í röð og komst í 24-23 þannig liðið vantaði aðeins eitt stig til að tryggja sér sigur í bæði hrinunni og leiknum en Þróttur gafst ekki upp og vann 26-28.

Þróttur spilaði ver í fjórðu hrinu, var mest yfir 5-11 og þaðan áfram upp í 17-18 að KA tókst loks að jafna. Þróttur komst aftur yfir 18-19 en var þá sprunginn, KA skoraði þrjú stig í röð, komst yfir 21-19 og kláraði hrinuna loks 25-23 og þar með leikinn 3-1. Kvennalið Þróttar er enn án stiga í deildinni.

Úr leik kvennaliða Þróttar og KA í Neskaupstað í vor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.