Orkumálinn 2024

Blak: Kvennalið Þróttar áfram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar

Kvennalið Þróttar í blaki er komið í fyrstu umferð úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í blaki þrátt fyrir að hafa tapað 1-3 gegn HK í Neskaupstað á sunnudag.


Lið HK byrjaði leikinn mun betur og sigraði fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 17-25. Í annarri hrinu komu Þróttar stúlkur ákveðnar til leiks og héldu forskoti meirihluta hrinunnar en enduðu á að sigra hrinuna með minnsta mögulega mun og í upphækkun 26-24.

Næstu tvær hrinurnar voru spennandi en HK tókst að vinna báðar hrinurnar, sá fyrri 21-25 og sá seinni 20-25. Þar með vann HK leikinn 1-3.

Stigahæstu leikmenn í liði gestanna voru þær Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal með 21 stig og Þórdís Guðmundsdóttir með 14. Stigahæstu leikmenn hjá Þrótti Fjarðabyggð voru Ester Rún Jónsdóttir og Paula Miguel de Blaz, báðar með 16 stig. Sú fyrrnefnda, Ester Rún, var að leik loknum valin Þróttari leiksins. Frábær stemning var í húsinu og hörkuleikur hjá báðum liðum.

Úrslit leiksins þýða að Þróttur endar í 6. sæti deildarinnar og getur ekki náð HK eða Völsungi þrátt fyrir að eiga eftir að spila tvo leiki í kross umferð. Stelpurnar eiga leik við Þrótt Reykjavík næsta sunnudag, en Þróttur Reykjavík á ekki möguleika á að ná inn í úrslitakeppnina og er því lið Þróttar Fjarðabyggðar öruggt inn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Ester Rún Jónsdóttir Þrótti í baráttu við blokk HK kvenna. Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.