Blak: Kvennaliðið úr leik í bikarkeppninni

Kvennalið Þróttar í blaki féll í gærkvöldi úr leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar eftir 1-3 tap fyrir HK í hörkuleik í Neskaupstað.

Þróttur var á undan upp í 14-13 í fyrstu hrinu en hrökk þá í baklás. HK skoraði sjö stig í röð, komst í 14-20 og vann síðan hrinuna 16-25. Í annarri hrinu hafði HK örugg tök og vann hana 17-25.

Þriðja hrina byrjaði ekki vel, HK skoraði fyrstu fimm stigin en Þróttur svaraði með fjórum og kom sér þannig strax inn í leikinn. Eftir að HK var 14-15 yfir skoraði Þróttur þrjú stig í röð. HK svaraði með þremur stigum en þá var aftur komið að Þrótti sem vann hrinuna 25-19.

Þróttur var í ágætri stöðu í fjórðu hrinu með 19-16 forskot. HK skoraði þá sex stig í röð og vann að lokum 22-25.

Lucya Martin Carrasco var stigahæst hjá Þrótti með 14 stig en Maria Jimenez Gallego skoraði tíu. Karlalið Þróttar spilar gegn Aftureldingu á útivelli í kvöld.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.