Blak: Kvennaliðið á toppinn eftir sigur á KA - Myndir

Þróttur tyllti sér í efsta sæti efstu deildar kvenna í blaki með 3-0 sigri á KA á laugardag. Þjálfarinn segir að ánægja ríki í herbúðum liðsins en réttast sé að spyrja að leikslokum.

Þróttur fór létt með KA og vann hrinurnar 25-13, 25-12 og 25-19. KA minnkaði muninn í tvö stig í þeirri síðustu, 18-16 og 20-18 en mátti helst þakka það slökum kafla Þróttar sem gerði fjölda mistaka.

Hinar hrinurnar gengu betur og átti Særún Birta Eiríksdóttir einn sinn besta leik en hún varð stigahæst með 14 stig. Boltanum var gjarnan spilað upp á kana á kantinum þar sem hávörn KA var fjarverandi.

Það var Ana Vidal, sem varð næst stigahæst, sem átti flestar stoðsendingarnar en hún spilaði sem uppspilari í leiknum fremur en smassari sem Íslendingar hafa heldur séð hana gera.

„Við vorum að prófa nokkra nýja hluti. Ana er vön að spila sem uppspilari og með hana í þeirri stöðu gekk boltinn hraðar, sem er eitt af því sem við höfum viljað gera. Heiða Elísabet (Gunnarsdóttir) er ung og getur lært af henni,“ sagði Borja Gonzales, þjálfari Þróttar eftir leikinn.

Hann var nokkuð ánægður með leikinn. „Ég var ánægðastur með aðra hrinu en ekki jafn sáttur við fyrstu og þriðju. Við getum enn bætt móttökuna.“

Hann fékk hins vegar tækifæri til að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri. „Við þurfum að huga að framtíð félagsins og til þess verða yngri leikmenn að öðlast reynslu. Við erum með 12 leikmenn í hópnum og allir þeirra komu við sögu í dag. Þeir voru mis lengi inn á en allir hafa hlutverk og þær vita að hvert stig skiptir máli.“

Eftir leikinn er Þróttur efstur með 28 stig úr 13 leikjum en skammt á eftir eru HK og Afturelding sem aðeins hafa spilað níu leiki hvort.

„Það er góð tilfinning að vera á toppnum en við sjáum til hvar við verðum í lokin. HK og Afturelding er liðin sem við viljum vinna. Við töpuðum fyrri leikjunum gegn þeim en vorum vel inni í þeim. Við vitum að við eigum séns en okkur vantar reynsluna.“

Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0003 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0004 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0011 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0012 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0020 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0030 Wweb
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0032 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0039 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0052 We
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0059 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0066 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0068 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0077 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0080 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0091 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0095 Web
Blak Throttur Ka Kvk Jan17 0102 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.