Blak: Kvennaliðið knúði fram oddaleik - Myndir

Kvennalið Þróttar knúði fram oddaleik í rimmu sinni við HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki með 3-2 sigri mögnuðum leik í Neskaupstað í gærkvöldi. Miklar sveiflur einkenndu leikinn en Þróttur hafði betur, vel studdur af hálfum bænum sem var mættur á áhorfendapallana.


HK byrjaði leikinn af krafti og komst í 2-9. Þróttur beit til baka, jafnaði 16-16 og komst yfir 19-18. Leikmenn Þróttar sendu frábærar uppgjafir sem HK-ingar réðu illa við. Móttaka þeirra var erfið og upp úr henni kom ekkert vitrænt spil.

Í stöðunni 21-20 var skipting hjá HK stöðvuð þar sem leikmaðurinn sem átti að koma inn á hafði ekki verið skráður á leikskýrslu. Leikmaðurinn var sýnilega skekinn og þegar greiddist úr málinu eftir nokkurra mínútna hlé, þar sem Þróttarar féllust á að leikmanninum yrði bætt við, hópuðust samherjar hennar að henni og föðmuðu hana. Leikmaðurinn kom inn á en Þróttur var sterkari í lokin og vann hrinuna 25-21.

Burst í annarri hrinu

Annarri hrinu verður ekki líst á annan hátt en sem katastrófu hjá Þrótti. HK skoraði fyrstu átta stigin þar til uppgjöf flaug loks aftur fyrir völlinn. Þrótti tókst að koma skikkan á leikinn og laga stöðuna í 7-13. Hávörnin var til staðar og stigin komu þegar tókst að spila upp fyrir Maríu Karlsdóttur. Seinni hlutann hrundi leikur Þróttar aftur og HK vann hrinuna 13-25.

Þróttur byrjaði þriðju hrinu illa og þegar staðan var 1-5 tók þjálfarinn Matthías Haraldsson leikhlé. Móttaka liðsins var í molum en hún lagaðist eftir hléið. Þróttur jafnaði 6-6 og komst yfir. Mestur varð munurinn 18-11 eftir góða syrpu í uppgjöfum frá Önu Vidal.

HK minnkaði muninn í 18-15 en Þróttur jók muninn á ný, fyrst og fremst með því að spila upp fyrir Önu. Sigur hafðist loks í hrinunni 25-20.

Frábær varnarleikur

Í fjórðu hrinu byrjaði Þróttur loks almennilega og hörkuvarnarleikur náði liðið 5-2 forskoti. Ana Vidal sýndi mikil tilþrif í aðdraganda sjötta stigsins þegar hún kastaði sér fram úr aftari línu nánast að netinu og bjargaði bolta sem virtist öruggur í gólfið.

Hún skoraði skemmtilegt stig þegar Þróttur komst í 9-6 en lauma hennar var kyrr á netinu áður en hún datt í gólfið HK megin.

Í stöðunni 13-8 virtist Þróttur hafa ágæt tök á hrinunni. Varnarleikurinn var góður og sóknin öguð. Spilað var upp til skiptis á Önu og Maríu Rún sem smössuðu af köntunum en Anna Katrín Svavarsdóttir skoraði líka gott stig af miðjunni.

Þá fór hins vegar að fjara undan leik Þróttar þegar vörn HK small. Jafnt var 15-15 en Þróttur komst yfir á ný 16-15 með laglegri laumu uppspilarans Heiðu Elísabetar Gunnarsdóttur.

Það hélt hins vegar ekki aftur af HK. Gestirnir komust yfir 17-18 með góðum smössum og í 17-20 eftir þrátt fyrir að Ana hefði varið þrjú smöss þeirra. Vörn Þróttar bar loks þann árangur að munurinn minnkaði í 19-20 en aftur dró í sundur með liðunum og eftir langa sókn vann HK 22-25.

María Rún snýr leiknum

HK skoraði fyrstu þrjú stigin í oddahrinunni og Þróttur tók leikhlé. Það skilaði stigum en losaði ekki um tak HK á leiknum. Bæði lið sýndu á köflum frábært blak og buðu upp á langar sóknir.

Þróttur tók annað leikhlé í stöðunni 6-10 og virtist HK þá langt komið með að tryggja sér sæti í úrslitunum. María Rún fór þá í uppgjöf fyrir Þrótt og það snéri leiknum á ný því liðið skoraði sex stig í röð.

HK tók leikhlé og náði að hægja á skriðinu. Í lok sögðu taugarnar til sín. Þróttur komst í 14-11 þegar dæmt var net á HK en Munurinn minnkaði í 14-13 þegar dæmt var á Þrótt fyrir ranga stöðu í móttöku.

HK jafnaði í 14-14 en Þróttur komst í 15-14 með því að ná að taka á móti boltanum og spila boltanum upp fyrir Önu sem negldi boltanum í gólfið. Mislukkuð móttaka færði Þrótti síðan sigurstigið, 16-14.

Leikurinn var mjög sveiflukenndur eins og sést á tölum úr öllum hrinum. Bæði lið hentu frá sér góðri stöðu en það var ekki síst fyrir að mótherjinn efldist. Þróttarstelpur höfðu hins vegar forskotið, vel studdar af fjölda áhorfenda enda virtist hálfur bærinn hafa komið sér yfir í gulum klæðum á pöllunum.

Báðir leikir liðanna hafa farið í oddahrinu. Liðin mætast aftur á föstudagskvöld í Kópavogi. Það lið sem vinnur þann leik leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við deildarmeistara Aftureldingar.

Blak Throttur Hk Kvk April16 0002 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0004 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0010 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0020 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0026 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0034 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0038 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0044 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0046 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0051 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0055 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0060 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0062 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0066 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0070 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0080 Web
Matthias Haralds1
Blak Throttur Hk Kvk April16 0089 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0094 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0097 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0103 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0105 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0115 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0127 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0131 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0134 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0137 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0143 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0147 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0148 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0153 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0157 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0170 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0177 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0188 Web
Blak Throttur Hk Kvk April16 0193 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar