Blak: Kvennaliðið með fullt hús stiga

Kvennalið Þróttar hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í Mizuno-deildinni í blaki. Liðið hafði yfirburði gegn KA á Akureyri um helgina. Ekki gekk jafn vel hjá karlaliðinu.

Kvennaliðin mættust tvisvar, fyrst á laugardag og aftur á sunnudag. Þróttur vann báða leikina 3-0 og hafði yfirburði í hrinum.

Fyrri leikurinn vannst 15-25, 14-25 og 10-25 en sá seinni 16-25, 18-25 og svo 9-25.

Fyrir viku vann liðið Völsung 3-1 á heimavelli. Þróttur er í efsta sæti enda ekkert annað lið búið með þrjá leiki. Liðið leikur ekki aftur fyrr en eftir mánuð.

Karaliðin mættust á laugardag og þann leik vann KA 3-0. Þróttur var 17-18 yfir í fyrstu hrinu en þá hrundi leikur liðsins og KA vann hana 25-21. Akureyrarliðið hafði síðan tök á næstu tveimur hrinum og vann þær 25-18 og 25-21.

Liðin mætast strax aftur í Neskaupstað annað kvöld en þá tekur við mánaðarfrí hjá karlaliðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar