Blak: Kvennaliðið með fullt hús stiga
Kvennalið Þróttar hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í Mizuno-deildinni í blaki. Liðið hafði yfirburði gegn KA á Akureyri um helgina. Ekki gekk jafn vel hjá karlaliðinu.Kvennaliðin mættust tvisvar, fyrst á laugardag og aftur á sunnudag. Þróttur vann báða leikina 3-0 og hafði yfirburði í hrinum.
Fyrri leikurinn vannst 15-25, 14-25 og 10-25 en sá seinni 16-25, 18-25 og svo 9-25.
Fyrir viku vann liðið Völsung 3-1 á heimavelli. Þróttur er í efsta sæti enda ekkert annað lið búið með þrjá leiki. Liðið leikur ekki aftur fyrr en eftir mánuð.
Karaliðin mættust á laugardag og þann leik vann KA 3-0. Þróttur var 17-18 yfir í fyrstu hrinu en þá hrundi leikur liðsins og KA vann hana 25-21. Akureyrarliðið hafði síðan tök á næstu tveimur hrinum og vann þær 25-18 og 25-21.
Liðin mætast strax aftur í Neskaupstað annað kvöld en þá tekur við mánaðarfrí hjá karlaliðinu.