Blak: Lið Þróttar þokast upp töfluna

Bæði karla- og kvennalið Þróttar eru komin í vænlega stöðu í úrvalsdeildunum í blaki. Þau unnu bæði heimaleiki um helgina.

Karlaliðið tók á móti Aftureldingu. Þróttur spilaði flotta fyrstu hrinu og vann hana 25-17. Í annarri hrinu var Þróttur ávallt með frumkvæðið og þótt Afturelding hafi minnkað muninn í 20-19 kláraði Þróttur hana 25-22.

Þróttur var kominn í vænlega stöðu í þriðju hrinu, 22-19, þegar Afturelding skoraði þrjú stig í röð og jafnaði. Aftur var jafnt 23-23 en Þróttur skoraði síðustu tvö stigin vann vann leikinn 3-0.

Stigahæstir hjá Þrótti voru þeir Raul Garcia, Sölvi Páll Sigurpálsson og Jose Martin. Samkvæmt tölfræðigreiningu leiksins munaði mestu um að Þróttur gerði mun færri mistök sem kostuðu stig en Afturelding.

Eftir áramót var deildinni skipt í tvennt, svonefnda krossa, þar spilað er upp á sæti í úrslitakeppninni en stigin úr krossinum bætast við stigin í deildakeppninni fyrir endanlega stöðu. Þrótti varð í fjórða sæti deildarinnar en hefur vegnað vel í krossinum og berst við Vestra um þriðja sætið. Þróttur spilar sína síðustu leiki í krossinum um næstu helgi, fyrst gegn Vestra og svo gegn Hamri. Leikurinn gegn Vestra er lykilleikur upp á sæti.

Annar sigurinn á Álftanesi í vikunni


Kvennaliðið lék gegn Álftanesi öðru sinni á fjórum dögum, en Þróttur vann viðureign þeirra á Álftanesi síðasta miðvikudag og aftur á laugardag.

Þróttur hafði yfirburði í fyrstu hrinu, vann hana 25-13. Í annarri hrinu hitti liðið á vondan kafla þegar það var 18-14 yfir og lenti 18-19 undir. Þróttur skoraði þá þrjú stig í röð, komst í 21-19 og kláraði leikinn 25-22. Í þriðju hrinu komst Afturelding í 1-4 en Þróttur tók þá öll völd og vann 25-18.

Amelía Rún Jónsdóttir, Lucia Carrasco og María Jimenez voru stigahæstar hjá Þrótti. Tölfræðigreining liðsins liggur ekki fyrir.

Kvennaliðið endaði í sjöunda og neðsta sæti deildarinnar. Það freistar þess í krossinum að komast upp fyrir Þrótt Reykjavík og Álftanes til bæta möguleika sína í úrslitakeppninni. Það gengur ágætlega en í mars eru leikir gegn Völsungi og Þrótti Reykjavík. Báðir leikir skipta máli, þó sérstaklega Þróttarleikurinn miðað við núverandi stöðu.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.