Blak: Luku deildakeppninni á sigrum á Þrótti R./Fylki

Karlalið Þróttar Neskaupstað spilaði um helgina síðustu leiki sína í Mizuno-deild karla í blaki. Þeir voru gegn sameiginlegu liði Þróttar R. og Fylkis. Þeir unnust báðir en með talsverðri fyrirhöfn.


Fyrri leikurinn var á laugardag og vannst hann 2-3. Reykjavíkurliðið hafði yfirburði í fyrstu hrinunni 25-14 en Þróttur svaraði strax 11-25. Heimaliðið vann þriðju hrinu 25-23 en Norðfjarðarliðið þá fjórðu 15-25.

Var þá komið að einhverri æsilegustu oddahrinu sem sögur fara af í lengri tíma en Norðfjarðarliðið vann hana 20-22. Vanalega þarf aðeins 15 stig til að vinna oddahrinu en hana verður að vinna með tveggja stiga mun og sá munur var lengi að nást.

Seinni leikurinn var í gær og hann vann Þróttur Neskaupstað 1-3 eða 22-25, 13-25, 25-15, 17-25.

Endanleg staða deildarinnar er ljós þótt topplið HK og Stjörnunnar eigi enn einn leik eftir. Þróttur endar í þriðja sæti og mætir HK í úrslitakeppninni. Fyrsti leikurinn verður næsta laugardag í Fagralundi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.