Blak: Mikilvægur sigur á Aftureldingu

throttur_umfa_blak_bikarurslit_18032012_0010_web.jpg
Þróttur Neskaupstað heldur efsta sætinu í fyrstu deild kvenna í blaki eftir mikilvægan 2-3 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. Þjálfarinn segir sigurinn mikilvægan fyrir átökin sem framundan eru. Karlaliðið lyfti sér upp í þriðja sætið með að leggja efsta lið deildarinnar.

Þróttur og Afturelding bitust um þá titla sem í boði voru á síðustu leiktíð en Afturelding vann þá alla. Heimaliðið vann fyrstu hrinuna 25-21 en Þróttur svaraði strax 17-25. Eftir mikla baráttu vann Þróttur þriðju hrinuna 25-27 en Mosfellsliðið svaraði í þeirri fjórðu, 25-17. Að lokum hafði Þróttur betur eftir oddahrinu, 11-15.

Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar, lýsir leiknum sem kaflaskiptum. „Við spiluðum vel á köflum en ekki nægilega vel  en Þá öðrum köflum í leiknum. Liðin eru mjög jöfn og það eru smáatriði sem skera úr um hvort liðið sigrar eða tapar.“

Hann segir sigurinn ekki bara mikilvægan til að halda toppsætinu heldur fyrir næstu leiki. „Hann eflir sjálfstraustið fyrir stórleikinn við HK í Neskaupstað 19.janúar þar sem ekkert annað en sigur kemur til greina.“

Lauren Laquerre skoraði 25 stig fyrir og Hulda Elma Eysteinsdóttir 18 stig. Á laugardag vann Þróttur Ými í Kópavogi í þremur hrinum, 13-25, 18-25 og 11-25. Lauren var aftur stigahæst, skoraði 19 stig og Hulda Elma 15.

Karlalið Þróttar vann Aftureldingu á föstudag 1-3, í hrinum 10-25, 19-25, 25-16 og 20-25. Matthías Haraldsson skoraði 14 stig og Valgeir Valgeirsson 11. Á laugardag vann Þróttur topplið HK óvænt 0-3, 20-25, 22-25 og 21-,25. Valgeir skoraði tíu stig og Hlöðver Hlöðversson níu. 

Kvennaliðið er efst í Mikasa-deild kvenna með 26 stig og hefur heldur styrkt stöðu sína. Karlaliðið er með 14 stig í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði HK.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.