Blak: Níu að austan í U-17 ára landsliðunum

Níu leikmenn frá austfirskum liðum eru í U-17 ára landsliðum Íslands í blaki sem í vikunni tóku þátt í Norðurlandamóti.

Mótið var haldið í Ikast í Danmörku. Auk Norðurlandanna eiga Englendingar lið á mótinu.

Í stúlknaliðinu voru þær Erla Marín Guðmundsdóttir, Helena Kristjánsdóttir, Hrefna Ágústa Marinósdóttir og Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir úr Þrótti Neskaupstað og Diljá Mist Jensdóttur úr Huginn og Þrótti.

Þær fyrst 0-3 fyrir Dönum og 1-3 fyrir Norðmönnum í riðlakeppninni og 0-3 fyrir Englandi í leik um sæti í undanúrslitum en unnu svo Færeyinga 1-3 í umspili um fimmta sætið.

Í strákaliðinu voru þeir Ágúst Leó Sigurfinnsson, Ármann Snær Heimisson, Haukur Aron Heimisson og Óskar Benedikt Gunnþórsson, allir úr Þrótti.

Úrslit þeirra voru nánast hin sömu og stelpnanna. Tap 0-3 fyrir Dönum, 1-3 gegn Norðmönnum í riðli og 0-3 gegn Englandi í leik um sæti í undanúrslitum en síðan 3-0 sigur á Færeyingum í leik um fimmta sætið.

Sara Lind Dagbjartsdóttir var einn af fararstjórum íslenska hópsins og Sigurfinnur Líndal Stefánsson einn af dómurum þess en þau koma bæði úr Þrótti.

Austfirsku landsliðskrakkarnir. Mynd: Sara Lind Dagbjartsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar