Blak: Öruggur sigur á Stál-Úlfi

Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki er komið með sinn fyrsta sigur í vetur eftir að hafa unnið Stál-Úlf örugglega 0-3 á útivelli um helgina.

Stál-Úlfur hafði frumkvæðið í byrjun fyrstu hrinu en Þróttur tók síðan öll völd. Jafnt var í henni upp í 9-9 en Þróttur vann hrinuna 12-25.

Þróttur vann aðra hrinuna 16-25 og þá þriðju 10-25. Liðið hefur þar með náð í sinn fyrsta sigur en það tapaði fyrir Vestra í fyrstu umferð og er sem stendur í fimmta sæti.

Átta lið spila í deildinni í vetur. Fram í janúar spiluð tvöföld umferð í deildinni, heima og heiman. Þá skiptast liðin í tvennt eftir sætum. Fjögur efstu liðin leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en þau fjögur neðstu spila um sína endanlegu röðun.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.