Blak: Öruggir sigrar í fyrsti leikjunum
Blaklið Þróttar fara vel af stað í fyrstu deild karla og kvenna. Liðin unnu bæði leiki sína gegn Aftureldingu um helgina.
Karlaliðið snéri aftur til keppni í fyrstu deild í fyrsta sinn á þessari öld. Liðið lék tvisvar gegn Aftureldingu, á föstudag og laugardag.
Fyrri leikurinn fór 3-1 (25-19, 25-21, 23-25, 25-23) og sá seinni 3-0 (25-17, 25-21, 25-19). Matthías Haraldsson var stigahæstur í báðum leikjunum skoraði 20 stig í fyrri leiknum en 18 í þeim seinni.
Stelpurnar voru ekki síðri og unnu þær einnig Aftureldingu, leikur þeirra fór fram á laugardag og endaði hann 3 - 1 (25-13, 25-22, 29-31, 25-15). Lauren Laquerre var stigahæst með 24 stig en Hulda Elma Eysteinsdóttir skoraði 23 stig.