Blak: Spilað í nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði

Um helgina var nóg um að vera í blaki hjá yngri flokkum og í neðri deildum. Íslandsmót í neðri deildum karla var haldið í Neskaupstað og á Reyðafirði þar sem nýtt íþróttahús reyndist vel. Á sama tíma fór fram Íslandsmót í neðri deildum kvenna á Akureyri þar sem ungar Þróttarstúlkur komust uppum deild og U20 lið karla sigraði bikarmeistara Völsungs. 

Leikur Þróttar Nes og Völsungs í U20 karla varð að hörkuleik og endaði í oddahrinu sem lauk með 3-2 sigri Þróttar. Eftir leikinn situr lið Þróttar í 4. sæti deildarinnar og Völsungur í 2. sæti. Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir, formaður blakdeildar Þróttar Nes, segir að U20 sé ný deildarkeppni hjá blaksambandinu vegna þess að 2. flokkur datt út. „Með þessari nýju deild er verið að reyna að byggja aftur upp þennan aldursflokk og gefa unga fólkinu kost á að spila við jafnaldra sína,” segir Sigga Þrúða.

Ekki náðist í nógu mörg lið til þess að halda úti U20 deild kvenna. „Til þess að gefa ungu stelpunum meiri spilareynslu voru þær skráðar til leiks í 6. deild,” segir Sigga Þrúða. Stelpurnar í 6. deild eru flestar á aldrinum 15-17 ára. Þær stoppuðu stutt í 6. deild en þær tryggðu sér sigur í deildinni um helgina á Akureyri og færast upp um deild á næsta tímabili.

Þróttur Nes var  með lið í 3. deild kvenna sem keppti á Íslandsmóti um helgina á Akureyri og þar voru einnig lið frá Leikni Fáskrúðsfirði að keppa. Þróttur Nes var með eitt lið í 2. deild karla og Fálkar frá Reyðarfirði voru með lið í 3. deild karla. Íslandsmótið í neðri deildum karla var spilað í Neskaupstað og í nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Sigga Þrúða, segir að spilað hafi verið á einum velli í nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Er þetta annar íþróttaviðburðurinn í húsinu en glímt var í því í byrjun mánaðarins. Sigga Þrúða segir íþróttahúsið ekki alveg tilbúið en það hafi reddast og gott að geta spilað á fleiri völlum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.