Blak: Strákarnir töpuðu fyrsta leiknum

Karlalið Þróttar tapaði fyrsta leik sínum gegn HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki í Kópavogi í gær. Kvennaliðið hefur sína baráttu í kvöld.


Deildarmeistarar HK höfðu algjöra yfirburði í leiknum í gær og unnu 3-0 eða 25-12, 25-19 og 25-15 í hrinum.

HK byggði strax upp fimm stiga forskot í fyrstu hrinu. Þeim mun hélt Þróttur í jafnvægi fram í 12-7 þegar HK komst á mikið skrið og breytti stöðunni í 20-9.

Önnur hrina var mun jafnari og var til dæmis jafnt 15-15. Þá fylgdi slæmur kafli fyrir Þrótt og HK var með pálmann í höndunum eftir að staðan var orðin 22-17.

HK skoraði fyrstu fimm stigin í þriðju hrinu en Þróttur kom til baka og minnkaði muninn í 13-12. Ógæfan dundi þá yfir á ný, HK skoraði sex stig gegn einu og kláraði leikinn.

Kvennalið félaganna mætast einnig í undanúrslitum. Fyrsti leikur þeirra verður í Fagralundi klukkan 19:15 í kvöld. Karlaliðin mætast aftur í Neskaupstað á morgun.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.