Blak: Þróttur hafði ekki við KA

Lið Þróttar í úrvalsdeild kvenna í blaki tapaði 0-3 fyrir KA í gærkvöldi á heimavelli í síðasta leik sínum í deildinni á þessu ári.

KA hafði góð tök á leiknum í gærkvöldi, vann fyrstu hrinu 17-25, aðra hrinu 15-25 og þá þriðju 18-25. Heiðbrá Björgvinsdóttir var stigahæst Norðfirðinga með 11 stig en Lucia Carrasco skoraði 10. Helena Kristín Gunnarsdóttir, sem eins og fleiri leikmenn KA er alin upp hjá Þrótti, var hvað atkvæðamest Akureyrarliðsins með 19 stig.

Út frá tölfræðigreiningu leiksins má eins og í öðrum leikjum í haust greina mun á sóknarleik Þróttar og andstæðinga þeirra. Í gærkvöldi skoraði Þróttur 26 stig úr smössum en KA 40.

Lið Þróttar er nú komið í jólafrí en á eftir tvo leiki í byrjun nýs árs áður en deildinni verður skipt í tvennt. Liðið er með fjögur stig í 7. sæti og ljóst að það verður í neðri hlutanum eftir áramót.

Karlalið Þróttar tekur á móti Stál-Úlfi í kvöld. Á Egilsstöðum fær Höttur Álftanes í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.